Sindur
Helfró
Einkennileg tilfinning grípur um mig
Fyrsta andagift í það sem virðist ómunatíð
Ægileg fegurð einnar stakrar stundar
Blessar mig svo til í seilingarfjarlægð
Nándin við endalokin
Afmáir alla merkingu
Hins sinnisveika lífsskeiðs
Birta fellur á fáránleika
Athafna okkar kyns
Kaldhæðin sjónarhorn
Drepa allstaðar á dyr
Allsleysi og örbirgð
Virðast allt í einu ríkidæmi
þessar stundir slegnar gylltum ljóma
Að eilífu glataðar í sögunnar dauðadjúpu sprungum
Ó, lof mér bara eina litla stund
Að vaka þennan helgi prýdda draum
Áður en ég stíg mín hinstu skref
Og sleppi takinu á þessari eiturgjöf sem líf mitt var



Comentários
Envie dúvidas, explicações e curiosidades sobre a letra
Faça parte dessa comunidade
Tire dúvidas sobre idiomas, interaja com outros fãs de Helfró e vá além da letra da música.
Conheça o Letras AcademyConfira nosso guia de uso para deixar comentários.
Enviar para a central de dúvidas?
Dúvidas enviadas podem receber respostas de professores e alunos da plataforma.
Fixe este conteúdo com a aula: